Hvernig verður öryggi okkar tryggt í heilbrigðisþjónustu?
Þegar við höfum nóg af starfsfólki, betri menntun, betra húsnæði, betri tæki, þegar…?
Eða getum við sjálf orðið betri í að vara okkur núna?
Kynntu þér nýtt námskeið ef þú vilt vita meira um hvað þú getur gert til að tryggja öryggi þitt og þinna nánustu.
Sögurnar hlaðast upp í fjölmiðlum og alveg sama hve oft við kvörtum þá virðist lítið breytast. Nú fyrir skömmu steig ríkistjórnin fram með „Gríðarlega stór tíðindi“ eins og forstjóri LSH orðaði það í viðtali á MBL. Er það nóg til að róa okkur? Er það ekki frábært og getum við þá ekki bara treyst því að allt fari vel þegar þú veikist? Ég vildi óska að það væri hægt að lofa því með þessum 210 miljörðum.
Besta vörnin er að þú vitir hvernig hægt er að verjast mistökunum. Vitir hvað þú getur gert NÚNA til að fá fullkomnustu þjónustu sem völ er á. Líka þínir nánustu, þitt dýrmætasta í lífinu. Ekki bíða eftir betra tækifæri.
Flestir veikjast einhvern tíman á ævinni og þurfa hjálp heilbrigðisþjónustunnar. Ekki bíða! Þegar maður veikist hefur maður litla / enga orku til að læra eða leita upplýsinga. Þá er eftirsjáin sár því maður hefði getað vitað betur.
En ef maður veit hlutina þegar þeir gerast er hægt að gæta þess á einfaldan hátt að maður fái góða og örugga þjónustu.
Gefðu þér þennan tíma NÚNA með því að smella á Mastermind námskeiðið. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því.
Sendu þetta svo áfram á þrjá vini.
Commentaires