Einu sinni hafði ókunnugur maður samband við mig eftir að hafa hlustað á sögu Jóels. Sjálfur sagðist hann vera með ventil í höfði eins og Jóel hafði en var bara að velta einu fyrir sér. Hann sagði: „Sú góða þjónustan sem ég fæ í dag þegar ég kvarta gæti hún tengst andláti Jóels?“
Eru tengsl þarna á milli? það væri dásamlegt ef svo væri en ég veit það ekki.
Ef svo er, að þjónusta við fólk með ventil í dag sé svona góð,
AF HVERJU MÁ ÉG EKKI VITA ÞAÐ?
Er þetta viðurkenningin sem ég má ekki fá?
Þetta er einfaldlega allt sem ég þarf að vita og mundi græða sár mín mun betur en þögnin sem ríkir. Bara einfalt samtal þar sem mér yrði sagt þetta væri dásamlegt. Þá veit ég að saga Jóels lifir og að dauði hans var ekki til einskis.
Svona hljóma draumar þeirra sem hafa orðið fyrir alvarlegum atvikum og ég trúi að það sé einnig þannig með þá sem hafa valdið öðrum tjóni. Við getum sameinast um það og fundið lausnir.
Sáttin þarf ekki að vera flókin en hún kostar mikið hugrekki og auðmýkt beggja aðila.
Comments