Ég óska lesendum gleðilegs árs um leið vil ég þakka áhugann og stuðninginn á liðnum árum. Við höfum áhrif hvort sem við sjáum það eða ekki en það sem skiptir mestu er að við berjumst áfram fyrir góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu.
Síðustu mánuði hef ég unnið að námskeiðsgerð fyrir almenning um hvernig við tryggjum örugga og góða heilbrigðisþjónustu þegar við erum að fá þjónustuna. Efnið er ekki aðgengilegt og stefni ég á að breyta því og setja það einnig á rafbókarform áður en lengra er haldið. Nýja árið verður notað í þá vinnu. Mikilvægast er að halda áfram að fá sögur og hugmyndir frá ykkur um hvers sjúklingar og aðstandendur þarfnast, hvernig hjálpar efnið mitt og hvað vanter.
Á síðasta ári var ráðin talskona sjúklinga á LSH og átti ég í nokkrum samskiptum við hana.
Fostjóri óskaði efir fundi sem ég fór á í ágúst 2024 og þar voru þrír framkvæmdastjórar með talskonunni. Góður fundur í sjálfu sér en ekkert framhald hefur orðið á þeim samskiptum. Fundurinn endaði þó á að ég fékk að afhenda eintak af bókinni sem lofað var að afhenda starfsmönnum bráðamóttöku barna svo þau gætu lært sjálf af atviki sem þar gerðist. Allir voru sammála um að það væri mikilvægt að læra af því sem gerðist. Það hins vegar klúðraðist þetta og ég þurti að senda annað eintak. Loks fékk ég skýr svör um að bókin hefið verið afhent á deildina. Tregðan er áþreifanleg þótt orðin og frasarnir flæði um á tillidögum.
Embætti landlæknis hélt svo málþing um öryggi sjúklinga 17. september þar sem talskonan vitnaði í texta frá mér. Hér má hlutsta á upptöku dagsins.
Ég afþakkaði gögn og upplýsingar sem ég má ekki deilda eða tala um varðandi öryggi sjúklinga. Það má vel vera ástæðan fyrir að samskiptin stöðvuðust. Talskonan hefur verið að kynna sér áherslur sjúkrahúsa í UK og hvernig þar er unnið með raddir sjúklinga. Ég tel að það væri betra að heyra beint í íslenskum notnendum ef ætlunin er í raun og veru að hlusta. Margt sagt og talað um, engar breytingar eru sýnilegar frá mínum bæjardyrum séð en það er ekki þar með sagt að þetta hafi verið til einskis. Sjáum hvað nýtt ár og ríkisstjórn ber í skauti sér.
Hvert og eitt okkar verður að vera röddin sem stendur með sjúklingum því án þess er öryggið ekki til staðar. Verum vakandi og stöndum með okkar nánustu sem þurfa hjálp í flóknu og stundum fjandsamlegu kerfi. Þannig lærum við að verða betri sjálf.
Comments