top of page
Writer's pictureAuðbjörg Reynidóttir

Nýtt og óvenjulegt námskeið um heilbrigðisþjónustu

Updated: Jan 22


"Mjög gagnlegt námskeið. Vildi bara að ég hefði séð það fyrir löngu. Þetta þarf að kynna í sjúklingahópum sem eru á facebook." Ólafía Sigurðrdóttir um námskeiðið.


Hvað mundir þú læra um heilbrigðiskerfið ef þú gætir verið fluga innan veggja heilbrigðisstofnana? Fengir að fylgjast með því sem ekki er sagt opinberlega. Fengir að kynnast því hvernig mistökin gerast. Getum við varist þeim með einhverjum hætti og þá hvernig?


Hér er á ferðinni námskeið sérstaklega ætlað sjúklingum og aðstandendum sem vilja læra að fá bestu þjónustu sem völ er á. Það er reyndar markmið laga um heilbrigðisþjónustu, engu að síður virðist starfsmönnum, stjórnendum og embættismönnum ekki takast að tryggja öryggi okkar. Það eru ekki líkur á að kerfið lagist alveg á næstunni. Álagið minnkar ekki og starfsmönnum fjölgar ekki heldur. Áratugir eru í að betri starfsaðstæður verði skapaðar. Þessi mikilvæga þjónusta mun ávalt sitja á hakanum nema að sjúklingar geri kröfur þegar þeir fá þjónustu. Starfsmenn eru kerfið og með þeim skapa sjúklingar góða þjónustu. Hún verður ekki til inni á alþingi eða í ráðuneytinu. Því síður hjá landlækni.

Hér lærir þú að nota öryggistækin, þekkja hætturnar og hvernig á að varast þær. Þú lærir hvernig sjúkraskráin verður til, lærir mikilvægi hennar í örygginu og af hverju þú ættir að lesa hana.


Vissir þú að lögin um sjúkraskrá voru sett í þeim tilgangi að mögulegt sé að veita okkur bestu þjónustu sem völ er á? Vissir þú það?

Þetta námskeið gildir um heilbrigðisþjónustu um allan heim ekki bara á Íslandi. Þetta er um menninguna sem þjónustan byggir á og flest allir í heilbrigðisvísindum læra en er ógreinilegt fyrir sjúklinga og aðstandendur.


Á þessu námskeiði lærir þú að vera hluti af þessari menningu og breyta henni innanfrá til góðs fyrir alla. Við þurfum á breytingarafli í heilbrigðisþjónustunni að halda. Afli eins og býr í sjúklingum einmitt þegar þeir eru veikir. Sterkir sjúklingar standa vörð um góða heilbrigðisþjónustu.

Námskeiðið er bæði á íslensku og ensku. Næsta afláttrtilboð verður í byrjun janúar 2024.

Skoðaðu kynningarsíðu námskeiðsins og veldu vel.

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page