top of page
Writer's pictureAuðbjörg Reynidóttir

Heyr mína rödd - meistaraverkefni ÓML 2019

Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir, sálgæslufræðingur gaf leyfi til að veita lesendum aðgang að meistara ritgerð sinni Heyr mína rödd frá árinu 2019. Ritgerðin er á ensku en ágrip hennar er hér á íslensku.


Marghliða rannsókn á missi mæðra, áföllum og áfallastreiturökun þeirra.

Vrije Univeristdit, Amsterdam, Master Theology and Religious Studies, specialization Spiritual Care.

Leiðbeinendur:

Supervisor: Dr. Erik de Jongh

Second reader: Dr. Sara Green, University of South Florida, USA.


Heyr mína rödd - Ágrip

Höfundur hefst handa við að svara sinni eigin spurningu: ,,Hvað getum við lært af frásögnum mæðra um andlegar þarfir þeirra í kjölfar fæðingar örbura (örburi er barn sem er fætt fyrir 28. viku meðgöngu) sem fluttur er á gjörgæsludeild nýbura?” Með því að kynna fyrir lesandanum eigindlega rannsóknargreiningu á sinni eigin lífssögu á þeim tímum sem áttu sér stað í þjóðfélaginu árið 1991 og fyrr (ethnography: þjóðfræðilegan máta). Notast er við fræðileg könnun á eðli andlegrar umönnunar/sálgæslu, þar sem hún er kynnt á fjórum sviðum mannlegra tilfinninga (tilvistarlegan, andlegan, fagurfræðilegan og siðfræðilegan) þarfir þeirra sem ekki geta tekist á við sína eigin tilvistarkreppu, sem hefur skilið móðurina eftir með tilfinningu um tilgangsleysi lífsins. Auk þess að styðjast við eigin reynslu notast höfundur við eigindleg viðtöl við mæður sem fæddu örbura frá 24 viku og fram að 27 viku meðgöngu. Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að þörfin til þess að spyrja, ,,af hverju ég?” sé eðlileg, og að hún sé merki um tilvistarlega sálarkreppu mæðra sem upplifað hafa óhóflega fagmennsku innan heilbrigðisgeirans, þar sem líkamleg umönnun er var sett fyrsta sæti, en gleymist að sinna sálgæslu og hvernig umönnunar siðferði skorti bæði hjá læknum og hjúkrunarfræðingum, sem gerir þá nánast vanhæfa til þess að túlka eðlilegan harm móður, sem finnst hún aðskilin frá hverskonar merkingu eða tilgangi í lífi sínu; í stað þess að bera kennsl á sorg hennar sem kall á hjálp og leitast við að hugga hana og styðja. Skortur á sálgæslu og að hjálpa foreldrum takast á við áfallastreitu í kjölfar örburafæðingar, þá eykur þetta afskiptaleysi við áfall hennar þegar þau bæla niður eða vísa erfiðleikum hennar frá. Slíkt leiðir af sér þöggun og stuðlar enn frekar að upplifun móðurinnar af vanmætti, aftengingu og skömm.

Lykilhugtök: auto-ethography (þjóðfræðilegur þáttur), vanmáttur, tilvistarleg kreppa, skömm, siðferði umönnunar,ofur-mæðrun, örburafæðingar harmur, fagmennska innan heilbrigðisgeirans, andleg umönnun, sálgæsla, lífsskoðunarsýn.

Blaðsíðutal: 80

Útgáfurár: 2019

Útgáfuheiti: Heyr mína rödd




11 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page